9.5.2007 | 22:31
Grátbroslegur stjórnarmeirihluti
Kjósendur hljóta að fara að sjá í gegnum stefnu Sjálfstæðisflokksins. Flokkur sem skiptir litum fyrir kosningar bleikur og grænn í kosningum. Eftir kosningar kemur fram blái liturinn í fálkanum.
Það er grátbroslegt að heyra Sjálfstæðisflokkinn tala um að þeir standi fyrir frelsi einstaklingsins. Í miðri kosningabaráttu eftir brunann í Reykjavík kom svo ,,gamli góði Villi" borgarstjóri í sjónvarpi og talar um að Reykjavíkurborg verði að kaupa upp húsin sem brunnu því að henni sé best treystandi til að koma miðbænum í viðunandi horf. Hvar var þá traustið og trúin á frelsi einstaklingsins.
Þarna treysti ekki borgarstjóri Sjálfstæðismanna einstaklingum til að byggja upp húsin. Einnig ræddi borgarstjórnar meirihluti Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé æskilegt að hafa skemmtistað í þessum húsum, þvert á vilja fjölda tónlistarmanna. Þessu hefur verið mótmælt hjá tónlistarfólki að ekki skuli verða skemmtistaður opnaður aftur í umræddum húsum.
Einnig er alveg dæmalaust hvað framsóknarmenn hafa verið klaufalegir í þeim málum sem beinst hafa gegn þeim. Hvers konar móðir er Jónína Bjarmars að neita því að hafa reynt allt sitt til að aðstoða son sinn við að kærasta hans fengi ríkisborgararétt.
Ég trúi því að allir í hennar stöðu ráðherra hefðu rætt við fulltrúana þrjá í Alsherjanefnd, þau Bjarna Benediktsson, Guðjón Ólaf Jónsson og Guðrúnu Ögmunds og talað máli tilvonandi tengdadóttur. Hún hefði betur viðurkennt það. Láta svo þremenningana svar því hvort þau hefðu farið að lögum og starfsreglum nefndarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Innilega sammála þér Gylfi minn. Burt með þessa ríkisstjórn. Við tökum þetta vonandi á síðustu metrunum stjórnarandstaðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.