Koma svo jafnaðarmenn

 

Jæja það kom að því að það komst líf í kosningabaráttuna. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar stóð í hárinu á fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna í kosningaþætti sjónvarpsins í gærkvöldi. Annars er baráttan búin að vera dauf það sem af er og eru ekki nema ellefudagar til kosninga.

 

Ég hlustaði á framboðsþátt á Rás 1 á sunnudaginn. Þar lék Bjarni Harðarson annar maður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi lausum hala á móti . Fulltrúum Vinstri grænna og Íslandshreyfingunni. Bjarni dásamaði gjörðir Framsóknar í landbúnaðarmálum og umhverfismálum án þess að hreyfa mótmælum fulltrúa andstæðinga sinna.

 

Það er eins og stjórnarandstaðan sé búinn að gefast upp fyrir stjórnarflokkunum og sætta sig við það að núverandi ríkisstjórn sitji áfram fjórða kjörtímabilið. Líflegustu skrifin og viðtölin í baráttunni eru frá fyrrum foringja okkar jafnaðarmanna Jóni Baldvini Hannibalssyni. Greinin hans í Lesbók Morgunblaðsins um daginn hefði þurft að gefa út í bæklingsformi og nota hana sem sögulega skýringu á Samfylkingu og Vinstri grænum láta þar við sitja við að skjóta á Vinstri græna. Snúa sér því næst alfarið að stjórnarflokkunum.

 

Að mörgu er að taka er kemur að benda á hver eru loforð Sjálfstæðismanna og svo efndir. Það þarf ekki annað en að líta til Reykjavíkur. Einnig má taka fyrir stefnuskrá flokkanna í kosningabaráttunni og gjörðir þeirra síðustu tólf ára.

 

Jæja jafnaðarmenn í Samfylkingunni eins og koma svo á loka sprettinum og fellum þessa ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband