Stemming á landsfundi og við fermingu.

Ég fór suður um síðustu helgi. Í upphafi var ferðinni heitið til að mæta í fermingu Gunnþórs Karls, frænda míns. Frétti það svo um miðja síðustu viku að ég hafi verið valinn sem fulltrúi Samfylkingafélagsins hér vestra á landsfund Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.  Þetta er nú fyrsta þing Samfylkingarinnar sem ég sæki. Það var virkilega gaman að hitta þar gamla félaga úr Jafnaðarmannaflokki Íslands. Ég sat landsfundinn eingöngu á laugardaginn, komst því miður ekki fyrr.Mikil stemming var á landfundinum í Egilshöll og hugur í mönnum að taka nú vel á því á loka sprettinum. Á heildina litið var þetta góður landsfundur og mikill hugur í jafnaðarmönnum að taka þetta núna á lokasprettinum. Kannanir þessa vikuna lofa góðu.Mér sýnist það vera að síga í rétta átt miðað við síðustu skoðanakönnun hjá Capasent – Gallup. En niðurstaða þeirrar könnunar er ekki ásættanleg sem niðurstaða kosninganna. En samkvæmt þeirri könnun mun ríkisstjórnin halda velli. Ég lít svo á að það er aukaatriði hvaða flokkur úr stjórnaranstöðunni verður stærri ef stjórnin heldur velli.Samkvæmt könnun Gallups eru atkvæðin eingöngu að færast á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Fylki Frjálslyndra minnkar og atkvæði nýju framboðanna falla niður við það styrkist staða ríkisstjórnarflokkanna. Fermingarathöfnin fór fram í Neskirkju. Sr. Örn Bárður Jónsson og Sr. Sigurður Árni Þórðarson fermdu börnin. Létt var yfir athöfninni, kirkjugestir voru í upphafi athafnarinnar beðnir um að slaka á í sætum sínum og njóta athafnarinnar sem tæki 1 klst. 15 mín. Og 23 sek. Prestarnir sögðu gamansögur og athöfninni lauk með því að organistinn spilaði lag úr Star Wars á orgelið þegar fermingarbörnin gengu út kirkjugólfið að athöfn lokinni. Ég mæli með fermingu í Neskirkju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið flott fermingarathöfn.

Hvað varðar Frjáslyndaflokkinn, þá held ég að hann sé alls ekki að dala eða stuðningurinn við hann.  En fylgið er frekar dulið eins og er.  Annars mun þetta koma í ljós eftir næstu kosningar.  Mín tilfinning er góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband