Styttist í kosningar

Jæja þá er bara mánuður í kosningar og bæði Stöð 2 og RUV eru byrjuð með kosningaþætti. Stöð 2 á miðvikudögum og RUV á þriðjudögum og svo er það Silfur Egils á sunnudögum, því lík veisla  fyrir okkur sem höfum áhuga á pólitík. Stöðvar 2 þættirnir eru líflegir með þau Steingrím og Ingu Lind í broddi fylkingar. Eitthvað fór það nú fyrir brjóstið á einhverjum bloggverjum hvað þau voru lífleg en auðvitað eiga þau að vera það. Fyrsti þáttur RUV fór nú framhjá mér enda var ég að vinna um alla páskana. Var á löggu vaktinni hér á Ísafirði. Hér var mikið af brottfluttum Vesfirðingurm og öðrum sem eiga ættir sínar að rekja hingað eins og öll þjóðin meira og minna. Sjálfur var ég með einn lítinn frænda í heimsókn. Annar frændi falaðist eftir gistingu hjá mér en fékk ,,betri” gistinug hjá vini sínum í Bolungarvík.  Í framboðsþættinum á RUV á þriðjudag var fjallað um landbúnaðarmál og utanríkismál. Einar Már Sigurðsson frá Samfylkingu var sannfærandi í stefnu jafnaðarmanna í landbúnaðarmálum. Andstæðingar jafnaðarmanna hafa gagnrýnt jafnaðarmenn fyrir þær tillögur en eins og JBH sagði eitt sinn þegar hann var formaður Jafnaðarmannaflokks Íslands. Að þeir menn sem eiga þvi líka vini eins og bændur þurfa ekki óvini. Það þarf að aðstoða bændur að losna undir því milliliða oki sem þeir hafa lifað við og ger þeim kleift að vera sjálfstæðari.  É mæli með Einari Má sem næsta landbúnaðarráðherra. Einnig var fjallað um utanríkis og útlendingamál. Þar beindust spjótin að Frjálslyndaflokknum. Ég tek ofan fyrir Frjálslyndaflokknum í sinni baráttu. Frjálslyndir vilja opna umræðu um stöðu innflytjenda í landinu. Það þarf að ræða þessi mál. Það er ekki rasismi að ræða þessi mál. Staðan er góð í dag allir innflytjendur hafa vinnu en hvað þýðir allur þessi straumur fólks hingað til landsins og þegar skóin kreppir hvað þá? Við verðum einu sinni að læra af nágrönum okkar. Ég veit að stefna Frjállynda á fylgi meðal minna kollega í lögreglunni. Hvað er til dæmis að því að óska eftir sakavottorði innflytjenda.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt hvað er að því ? Það er gott að heyra svona raddir eins og þína Gylfi minn, nóg er af skítkastinu sem við höfum fengið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband