Verslun ÁTVR áfram á Ísafirði

Nú er mikið fjallað í fjölmiðlum að ekki hafi tekist að samþykkja frumvarp um að leyfa sölu á sterkum bjór og léttvíni í matvöruverslunum.  Vinstri grænum um kennt, það má þá alveg eins segja þeim að þakka. Ég fagna því að það frumvarp  fór ekki í gegn. Við það að leyfa bjórinn á Íslandi árið 1989 var að mörgu leyti til hins betra í þjóðfélaginu. Þ.e.a.s áfengismunstrið breyttist til hins betra. En drykkja minnkaði ekki. En ég tel enga ástæðu til að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.

 

Ég nefni tvær ástæður af hverju ég vil ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Í fyrsta lagi forvarnar sjónarmið og í öðru lagi byggðasjónarmið.

 

Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin mælir með því við þau lönd sem eiga við mikið áfengisvandamál að stríða að þau taki sér norðurlandamótelið til fyrirmyndar, að Danmörku undanskyldu, það er að láta hið opinbera sjá um sölu á áfengum drykkjum. En í Danmörku er áfengi selt í matvöruverslunum og lægri áfengiskaupaaldur  er í Danmörku en annarsstaðar á nnorðurlöndum og mun meira áfengisvandamál en á hinum norðurlöndunum.

 

Sagt er að minnstakosti 10% Íslendinga eigi við áfengisvanda að stríða. Ef leyft verður að selja áfengi í verslunum mun það valda fjölda fólks erfiðleikum.

Einnig hefur það sýnt sig í könnunum sem gerðar hafa verið að unglingar undir 18 ára eru í sumum tilfellum afgreidd með tóbak í matvöruverslunum. Á meðan það er brotalöm á því að selja unglingum tóbak, þá er verslunarmönnum ekki treystandi til þess að selja áfengi í verslunum.

 

Ég tel það vera staðreynd að ef leyft verður að selja áfengi í matvöruverslunum þá mun áfengisverslun ÁTVR leggjast af víða á landsbyggðinni. Það þýðir lélegri þjónstu á landsbyggðinni. Þá getum við einungis valið á milli 4 – 5 tegunda af sterku öli og léttum vínum í Samkaup og Bónus. Annað eins og koníak whisky, ,,fínni” vín og aðra sterka drykki verður fólk þá að panta að sunnan.

 

Ég er sannfærður um það að ef það hefði verið samþykkt á Alþingi að leyfa sölu á sterku öli og léttvíni í matvöruverslunum nú í lok þingsins. Þá væri verslun ÁTVR á Ísafirði  að loka í haust, eða síðasta lagi um næstu áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála, þjónusta við okkur sem þykir gott að hafa rauðvín með mat, eða fá okkur bjórglas myndi stórminnka.  Og störfum fækka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 11:49

2 identicon

Rakst á þessa síðu af forvitni eftir að ég sá link á vef kunningja míns Sig Sig.

Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að áfengisneysla sé eitthvað meira vandamál í Danmörku en á hinum Norðurlöndunum?  Nú er ég búsettur í Danmörku, og þetta hefur bara alveg farið framhjá mér.  Mér líkar þessi menning hér með eindæmum og  neyslustýringin er í lágmarki.  Sósíallinn hérna jú borgar útigangsmönnum fyrir að búa á götunni og nota peningana sem þeir fá af skattfé vinnandi manna, til að kaupa sér áfengi eða dóp (þeir fá allt annað frítt).  Finnland hefur þótt hvað með mesta vandamálið þegar kemur að drykkju, enda Finnar þekktir fyrir að vera miklir drykkjumenn og drekka helst smygl og 90% rússneskt. 

Það að leyfa vín- og bjórsölu í matvöruverslunum er bara spurning um frjálsræði. Áður, þegar ÁTVR var ekki opið á laugardögum, þurfti alltaf að taka ákvörðun á föstudegi um hvort maður ætlaði að hafa rauðvín eða hvítvín með matnum um helgar!

Vínbúðin er ágæt í sinni mynd og hefur batnað gífurlega á síðustu árum, en vandamálið er það eina að Íslendingar greiða margfalt það verð sem þykir sanngjarnt fyrir áfengið, og það sem verra er, verð og gæði fara alls ekki saman í Vínbúðinni þegar kemur að vínum. 

Ég skil ekki alveg athugasemd Ásthildar, um að þjónusta til þeirra sem líkar að fá sér rauðvín með mat myndi minnka ef vín- og bjórsala myndi vera leyfð í Bónus eða Samkaup (á Ísafirði)?  Bónus er jú opið á sunnudögum er það ekki?  Myndi það ekki auka þjónustuna?  Þingeyringar og Bolvíkingur þyrftu væntanlega ekki að keyra til Ísafjarðar til að kaupa sér vín eða bjór, þeir gætu keypt þetta í sínum heimabæjum.  Er það ekki aukin þjónusta?  Spurningin er hinsvegar, að Bónus og Samkaup þyrftu væntanlega að taka til í starfsmannahópi sínum þar sem margir unglingar vinna í búðunum, og þ.a.l. mega þeir ekki selja áfengi. 

Kenningar eru líka uppi um að verð á víni og bjór eigi eftir að hækka gífurlega ef þetta verður leyft í búðum.  Ekki þótti mér úrvalið mikið á Ísó í það rúma ár sem ég bjó þar, þannig að úrvalið myndi væntanlega ekki geta minnkað mikið?

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 20:00

3 identicon

Sæll kæri samstarfsmaður og félagi, Gylfi.

Ég má til með að koma því á framfæri að ég gæti ekki verið þér meira sammála hvað vangaveltur þínar um þetta blessaða frumvarp sem nokkrir þingmenn virðast vera óþreytandi við að reyna að koma í gegnum þingið. Ég er þér hjartanlega sammála um það að breytt umhverfi, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, að létt vín og bjór verði hægt að selja í öllum matvöruverslunum landsins, muni bæði auka aðgengi unglinga og annarra sem hafa ekkert með áfengi að gera. Einnig að þetta mun hafa í för með sér lélegri þjónustu við löglega neytendur á landsbyggðinni. Ég á ekki von á því að matvöruverslanir séu tilbúnar til að eyða dýrmætu hilluplássi sínu í margar tegundir vína, aðeins ódýrustu og lélegustu vínin verða þar að finna. Útsala ÁTVR mun væntanlega ekki verða haldreipið og ef útsalan verður hér áfram verður aðeins hægt að fá sterk vín þar, vænti ég. Læt þetta gott heita að sinni. Gylfi, þú ert einn af þeim fáu pólitíkusum sem gaman er að fylgjast með og hlusta á tala um pólitík. Haltu ótrauður áfram þessum vangaveltum á bloggsíðunni.

Bestu kveðjur,
Hlynur Snorrason.

Hlynur Snorrason (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband