18.3.2007 | 17:06
Til hamingju
Jæja meira um eldhúsdaginn. JC Íslands tilnefndi Steingrím J. Sigfússon sem ræðumann eldhúsdagsins. Til hamingju Steingrímur J.
Á þessum degi 18. mars, vil ég einnig óska JC Vestfjörðum til hamingju með daginn. Í dag eru 9 ár frá því JC Vestfirðir var stofnað. Á slíkum tímamótum hugsar maður til baka. Í tilefni þess var ég að grúska í gömlum JC skjölum í tölvunni minni, þá fann ég grein sem ég skrifaði í dálkinn Út kjálkinn, í fréttabréfi JC Vesftjarða. Þessi Út kjálki birtist í Landsþingsblaði Kjálkans, fyrir landsþing JC Íslands, sem haldið var á Ísafirði árið 2003. Þessi dálkur á alveg heima í byggðaumræðunni fyrir komandi kosningar. Ég læt greinina fylgja hér.
Út kjálkinn
Nú er mikið rætt þessa dagana um línuívilnun. Þetta ,,nýyrði í íslensku er ofarlega í huga landsmanna þessa daganna og þá sérstaklega Vestfirðinga. Hinir og þessir stærri og smærri bátar og útgerðarmenn eigi rétt og ekki rétt á línuívilnun, byggðakvóta, afladögum eða hvað þetta nú allt saman heitir.
Einn er sá hópur sem algjörlega hefur gleymst. Sá hópur nýtti sér sjóinn til að afla tekna fyrir sín félög og samtök á landsbyggðinni. Það er nefnilega hin frjálsu félagasamtök. Samtök eins og Lyons, Kiwanis, íþróttahreyfingin og JC hreyfinginn svo eitthvað sé nefnt. Það eru til ótal sögur af fjáröflunarferðum félagsmanna á landsbyggðinni á veiðum úti á sjó til að afla tekna fyrir sín samtök. Fólk í þessum frjálsu félagasamtökum á landsbyggðinni byggðu sína starfsemi með þessum hætti. Samtök sem höfðu ekki og hafa ekki eins stóran markað til að selja klósettpappír, ljósaperur og herðartré o.sv.fr., eins og félög fyrir sunnan.
Með til komu kvóta, afladaga, skrapdaga og línuívilnunar hefur starfsemi þessara samtaka hrunið víða um land. Sem dæmi í JC hreyfingunni voru starfandi 18 aðildarfélög á landsbyggðninni allt frá Ólafsvík til Reyðarfjarðar, þegar kvótin var settur á í kringum 1984. Í dag er aðeins eitt JC félag lifandi á landsbyggðinni, JC Vestfirðir (endurreist 1998).
Er ekki kominn tími til að félagsmálatröll allrar landsbyggðarinnar sameinist nú um þetta réttlætismál og krefjist línuívilnunar, byggðakvóta, skrapdaga og dagakerfis eða hvað þetta nú allt saman heitir til eflingar félagsstarfs og mannlífs á landsbyggðinni. Slík leyfisveiting væri á við nokkur menningarhús.
xxx
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg hugmynd og nýtt sjónarhorn á vandann. Jamm kominn tími til að við virkjum alla sem hægt er í þessari baráttu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.