15.3.2007 | 12:37
Flatur eldhúsdagur
Eldhúsdagsumræðan í gærkvöldi fær fall einkunn. Að það skulu vera kosningar í vor. Allir frekar varkárir. Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu allt í himnalagi á meðan stjórnarandstæðingar reyndar gagnrýndu ríkisstjórnina, en komu ekki með neitt úr væntanlegum kosningastefnuskrám sínum. Vantaði allan kraft í ræðumenn. Meira að segja Steingrímur J. var slappur í ræðustól. Hann sem er nú einn af skemmtilegri ræðumönnum þingsins. Af skemmtilegum ræðumönnum á alþingi og töluðu ekki í gær eru Össur og Pétur Blöndal, að öðrum svo sem ólöstuðum. Eini þingmaður kjördæmis Vestfjarða, Kristinn H. Gunnarsson hefur oft verið betri en hann var sá eini sem vakti máls á vanda Vestfirðinga. Það verður gaman að heyra í kvöld hvern JC Ísland getur valið úr sem ræðumann eldhúsdagsins í gær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.