Ekkert í pípum ríkisstjórnarinnar.

Ég missti af opna baráttufundinum Lifi Vestfirðir sem haldinn var í Hömrum s.l. sunnudag. Mér skilst að það hafi verið góður fundur. Mikill hugur í fólki að fá svar frá stjórnvöldum hvort halda eigi Vestfjörðum í bigð eða ekki. Átti að heita þverpólitískur fundur. Mikið skrifað í gær um fundinnMeðal annar var Geir Haarde, forsætisráðherra spurður í hádegisviðtalinu á Stöð 2  út í viðbrögð við fundinum. Fréttamaðurinn talaði um ,,nánast neyðaróp” hjá Vestfirðingum. Geir vildi nú lítið gera úr því taldi ástæðu fundarins vera vegna ákvörðun hjá einkafyrirtækinu Marel að flytja starfsemina úr byggðarlaginu og gjaldþrota eins fyrirtækis. Þetta eru nú um 40 störf, álíka og 1500 manns væri sagt upp á Reykjavíkursvæðinu, (ca. þrjú Álver í Straumsvík). Á forsætisráðaherra var ekki að heyra að þetta væri eitthvað sem ríkisstjórnin gæti gert að. En þetta er að hluta til afleiðing þeirra stefnu sem ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðast liðin tólf ár. Fyrir nokkrum árum gaf þessi sama ríkisstjórn út byggðaáætlun og í þeirri áætlun, gleymdust Vestfirðir. Það segir allt sem segja þarf um þessa ríkisstjórn. Eru Vestfirðingar búnir að gleyma því.Í hádegisviðtalinu í gær hélt Geir áfram að það væri nú að styttast í að hægt væri að fara á malbiki frá Ísafirði til Reykjavíkur. Hann sagði að styttast í það. Það er árið 2007. Veit ekki betur en það sé jafnvel malbikað upp í allar virkjanir í nágrenni Reykjavíkur. Síðan klikti hann út með það að segja ,, við munu fara yfir þessi mál geri ég ráð fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Var hann ekki viss? Er það ekki hann sem stýrir þessari ríkisstjórn?

Kristján Már endaði þessa umræðu með að spyrja: ,,Eru þið með eitthvað í pípunum?” Átti auðvitað við hvort ríkisstjórnin væri með einhverjar lausnir á málefnum Vestfjarða. Svarið sem Geir kom með var ,, Það er of snemmt að svara því núna”. HALLÓ, of snemmt búnir að vera við völd í 12 ár. Hvað þarf ríkisstjórnin mörg ár til viðbótar. Ef þetta er ekki nóg til þess að Vestfirðingar gefi þessari ríkisstjórn frí, þá er þeim sömu Vestfirðingum ekki viðbjargandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband