Sambandslaus Framsókn

Nýjasta útspil Framsóknarflokksins er með ólíkindum að ætla sér að flytja heila stofnun Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Hverju á að bjarga með því. Á að bjarga Flateyri eða Raufarhöfn. Þetta er einhver skyndilausn til að efla hina svo kölluðu landsbyggð.

Eins og Þórólfur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar kom inn á í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudagsmorgun að það ætti ekki að tala um landsbyggð, heldur landsbyggðirnar. Því að þær eru margskonar eins og Þórólfur lýsti svo vel í umræddum þætti.

Hinn svo kallaði landsbyggðarflokkur Framsóknarflokkurinn er ekki betur tengdur við landsbyggðirnar en þetta að halda að þetta að flytja heila stofnun milli landshluta bjargi málunum.

Í gegnum árin hafa orðið til tugir starfa á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu, stjórnvöld hefur verið það í lófa lagið að setja á fót hin ýmsu útibú í gegnum árin en það hefur ekki verið gert.

Af hverju má til dæmis ekki leyfa opinberum starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu flytja með sér störf sem þeir starfa við út á land ef þeir kjósa að flytja út á land. Það eru dæmi um slíkt að fólk flytji með sér opinber störf til Reykjavíkur.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband