7.3.2007 | 18:45
.....ég þekki hann!
Ég má til með að láta þessa skemmtilegu sögu flakka á blogginu. Dóttir mín, hún Elsa Rut sagði mér skemmtilega reynslu sögu um daginn.Hún var stödd í Kringlunni. Þar sem hún stóð í biðröð í Kringlunni, heyrir hún allt í einu fyrir aftan sig sagt. ,,Já Gylfa Þ. Gíslason, ég þekki hann, hann er núna lögreglumaður í Bolungarvík. Hún sagðist þá hafa litið við og séð að fyrir aftan hana stóð Egill Helgason í Silfri Egils, að tala við einhvern í símann um pabba hennar. Þá varð mér að orði og spurði hana ,,hvað sagði hann meira? Þá sagði Elsa Rut ,,Nú svo fór hann bara að hæla þér því líkt. Svona er nú landið lítið, aldrei of varlega farið. Maður veit aldrei, hver þekkir hvern sem maður er að tala um . Ég hef nú reyndar verið að spá í það undanfarið hver var hinumeginn á línunni að tala við Egil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.