Hjálpum blindum í vor

Þrír sölumenn hringdu í gærkvöldi. Tveir fyrstu voru að selja bækur fyrir bókaforlag. Sá þriðji var ung stúlka sem sagðist vera að hringja fyrir Ungblind. Sagði að það væri samtök ungs sjónskerts og blinds fólks. Að samtökinni stæðu m.a. fyrir því að kaupa tæki sem Tryggingastofnun ríkissins styrkir ekki kaup á. Hún bauð mér geisladisk með tónleikum Ríó tríósins í Salnum í Kópavogi fyrir skemmstu. Ég sagði henni eins og satt er að ég kaupi ekki svonalagað í gegnum síma. Ég sagði henni ennfremur að ég ætlaði að styrkja samtökin með því að kjósa Samfylkinguna í vor og fella með því ríkisstjórnina. Svo að hennar fólk þyrfti ekki að fara út með betlistafinn til að eignast þau hjálpartæki sem þau þurfa til að getað lifað sómasamlegu lífi.

Mér finnst að skattar okkar eiga að fara í það að styrkja okkar minnstu bræður og systur sem þurfa á stuðningi að halda vegna örorku og slysa. Unga stúlkan var á því að fella með mér ríkisstjórnina og sagðist ætla að kjósa með því Vinstri græna. Með það kvöddumst við.

Í Íslandi í dag og Kastlósinu stuttu áður hlustaði ég á hve blind börn á Íslandi lifa við slæman kost. Það er skömm að því hvað ein ríkasta þjóð í heimi sýnir fötluðum og ekki síst blindum börnum lítinn skilning. Að foreldrar blindra barna á Íslandi þurfi að flýja land til að geta skapað börnum sínum viðunandi skilyrði til náms, er svartur blettur á velferðarkerfinu okkar.

Einnig heyrði ég í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skatta á bleyjum en þeir lækka skatta klámritum.  Ég trúi nú ekki öðru en þjóðinn láti verða að því og gefi ríkisstjórnarflokkunum frí núna í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Rut Jóhönnudóttir

hæbb...

ákvað að kvitta fyrir komuna, er reyndar ekki alveg sammála því sem þú ert að segja   En ég nenni nú ekki að fara að ræða mikið um pólitík, finnst það frekar  gagnslaust

Elsa Rut Jóhönnudóttir, 1.3.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband