26.2.2007 | 00:16
Pólitísk umferðarslys og litskiptingar
Jæja þá er nýjasta skoðanakönnunin í Fréttablaðinu að sýna Vinstri græna og Samfylkinguna með samtals 30 þingmenn. Þetta er nú bara skoðannakönnun, en ákveðin vísbending. Félaghsyggjufólk þarf að bretta upp ermar og ná því að mynda hér á Ísalndi stjórn tveggja félaghsyggju flokka. Eins og staðan er nú má ekki verða niðurtaða kosninganna í vor 12. maí. Þá eru þessir flokkar komnir í sömu aðstoðu og A flokkarnir voru í 1978, sem kallað hefur verið pólitískt umferðarslys af JBH. Þ.e. að A flokkarnir þurftu að fá Framsóknarflokkinn til að mynda fyrir sig ríkisstjórn sem endaði með ósköpum og væri að aldrei hefði orðið.Þessir tveir flokkar VG og Samfó eru komnir á fullt skrið, VG með glæsilgann landsfund nú um helgina og Samfylkingin með kvennafund og fund með 60+. VG eru með margar róttækar hugmyndir og Samfylkingin óþreytandi við að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu, sem ég er því miður hræddur um að nái ekki alveg eyrum fólks. Það sem vantar í þessu þjóðfélagi er að ný félagshyggjustjórn. Sú stjórn þarf m.a. að gera breytingar á öllum þeim stofnunum sem til eru í landinu. Sameina stofnanir og flytji þær og þau verkefni út á land sem hægt er að vinna á skrifstofum á landsbyggðinni. Það þarf að taka til í bákni Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Þeir hafa raðað hverjum flokksgæðingnum sem forstöðumann stofnanna sem þeir hafa getað frá því þeir náðu saman völdum. Það hefur ekki farið hátt í umræðunni undan farið að ekki þykir lengur orðið ástæða til að auglýsa lausar stöður, heldur er skipað í stöðurnar án auglýsinga. Af óskiljanlegum ástæðum hefur minnihlutaflokkunum ekki þótt ástæða til að gera athugsemdir um þær mannaráðningar.Annars að lokum er það brandari helgarinnar. Nú er en búið að skipta um lit á fálka Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðið vor var hann bleikur nú er hann orðinn grænn. Það versta er að kjósendur láta blekkjast af þessu eins og dæmið sannar frá því í vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.