Förum að skora mörk jafnaðarmenn

Jæja Silfur Egils um helgina sveik ekki að vanda. Þar byrjaði þátturinn með góðum pistli um ástand stjórnarandstöðuflokkanna þegar rétt rúmir þrír mánuðir eru til kosninga.  Þar talaði Egill um slæmt gengi vinstri flokkanna. Þar bar hæst slakt gengi Samfylkingarinnar, komið undir tuttugu prósent í skoðanakönnunum. Í lok þáttarins kom svo gamli foringinn Jón Baldvin og lýsti yfir áhyggjum sínum og talaði um vitlausar áherslur.

Það sem við jafnaðarmenn þurfum að gera í stað þess að gæla við að fara að kljúfa jafnaðarmenn það er að læra af mönnum eins og landsliði okkar í handbolta.  Við þurfum að taka kosningarnar eins og ,,strákarnir okkar” tóku frakkana eftir tapið við Úkraínu. Þ.e. að hætta að líta á stigatöflun og stilla okkur saman og fara að skora nógu mikið af mörkum. Hafa forystu í stjórnmálum og láta hina svar okkar hugmyndum en ekki vera að sífeldum vandræða gangi. Samfylkingin þarf að kalla inn þjálfara á hliðarlínuna með mikla reynslu eins og . Jón Baldvin. Þjálfara með hugmyndir, tækni og getu til að tala kraft í liðið.

Ef jafnaðarmönnum tekst eins vel upp og ,,stráknum okkar” gekk á móti frökkunum á HM verður glæsilegur sigur jafnaðarmanna í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

ok

Gylfi Þór Gíslason, 31.1.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband