Færsluflokkur: Spaugilegt
30.8.2010 | 03:38
Á snakki við Jesú krist!
Ritunarverkefni í kristinfræði.
Einu sinni var ég að hjóla úti í bæ þegar að Jesús birtist allt í einu standandi ofan á skýi og hann sagði ,,Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins" þá sagði ég ,,Jesús hvað ert þú að gera hér? Ertu ekki alltof upptekin í himnaríki" Jesús svaraði,,Ég er komin til jarðarinnar til að tryggja frið á jörð og að allir séu vinir" ég sagði þá ,,Og hvernig ætlarðu að far að því?" Jesús sagði þá ,,Ég mun fá alla hermennina til að hætta að berjast og svo mun ég tryggja frið á jörð" Ég sagði þá ,,En hvernig væri að laga efnahagsástandið í leiðinni?" Jesús sagði ,,Ég hafði nú ekki hugsað út í það en ég skal athuga málið." Þá sagði ég ,,Frábært! En ég er reyndar líka með smá vandamál sem mætti laga ,,gætirðu nokkuð verndað mig fyrir öllum martröðunum?" ,,Já það má svo sem skoða það" sagði Jesús þá. Þá sagði ég ,,Jæja ég ætla ekki að halda þér á snakki mikið lengur".
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)