Færsluflokkur: Evrópumál

Til hamingju Ragnheiður og Þorgerður

Það var gaman að fylgjast með atkvæðagreiðslunni á Alþingi um Evrópumálið í dag og umræðunni í fréttunum í kvöld.

Gert var grín af afstöðu þingmanna VG hvernig þeir áttu að hafa verið þvingaðir til að samþykkja umsóknaraðild.

Hvað má þá segja um þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þar þorðu menn ekki að kjósa öðruvísi en að vera á mót aðild, en komu með ýmsar afsakanir í þeim eftir af hverju þeir kysu gegn aðild.

Að undanskyldum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með næstu prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hvernig þeim vinkonum muni reiða af, fyrir það að hafa kosið gegn línu flokksins.

Það var skemmtilegt að hlusta á Katrínu Jakobsdóttir svara Birgi Ármannssyni, en hann lýsti hvernig hann hafði fylgst með hvernig þingmenn höfðu verið þvingaðir til að samþykkja aðildarumsókn.

Ég tel að með samþykki um aðildarumsókn í dag hafi verið stigið stórt og gott skref fyrir Íslensku þjóðina, bæði í pólitískum og efnahagslegum forsendum.

Nú ríður á að í samninganefndina veljist hæft og gott fólk, úr öllum flokkum,  svo að umræðan um endanlegan samning verði byggð á rökum en ekki eitthvert hana at að eingöngu fulltrúar úr einum flokki hafi verið í nefndinni.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband