Ferskur þingforseti

Það er góð nýbreytni að fá ,,ungann" þingmann í forseta Alþingis. Það hefur skapast hefð að láta gamla og þreytta þingmenn í stól forseta Alþingis, þetta er kannski hluti af skýringunni af hverju þingið er orðið þetta valda lítið.

Það er ekki hægt að hrópa húrra yfir stjórn Sturlu á störfum þingsins, eða setti hann ekki umræðu um áfengi í verslanir fyrsta dag eftir jólafrí, þegar landið logaði í óánægju yfir litlum upplýsingum um hvað ríkisstjórnin væri að aðhafast.


mbl.is Guðbjartur kjörinn þingforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. ferskur maður og nýtt andlit. Guðbjartur nýtur mikillar hylli á Vesturlandi sem farsæll skólastjóri, félagsmálafrömuður og sveitastjórnarmaður. Hann er enginn byrjandi þó nýr sé á þingi. Hér er greinilega framtíðarforystumaður á ferð. Mér líst mjög vel á manninn.

Sveinn (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sturla er fæddur 1945. Hinn ungi maður Guðbjartur er fæddur 1950. Stórkostlegt að fá ungan og ferskan mann til að stjóran Alþingi, mann með 19 mánaða þingreynslu, mann sem hefur nýjar og góðar hugmyndir um stjórnun fundarhalda og hefur nú tækifæri til að koma þeim í verk. Áfram Gutti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.2.2009 kl. 17:00

3 identicon

Ekki hægt annað en að hlæja að sjálfstæðismönnum: Þeir eru búnir að þjösnast á alþingi sl. 18 ár og eru nú arfavitlausir af því að verið er að skipta um þingforseta. Þeir skilja ekki greyin að þeir eru komnir í minnihluta.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 17:09

4 identicon

Gott a losna við Sturlu. Hann er algjörlega útbrunninn. Guðbjartur virðist vera öflugur maður og greinilegt á öllu að hann er vinsæll hjá almenningi. Amk kosti eru margir sem ég hef hitt sem þekkja manninn og styðja hann og það nær langt út fyrir flokkslínur. Mótmæli Sjálfstæðisflokksins eru hjákátleg eftir 18 ára sukk og rugl eins dæmin sýna

Ragnar Valss (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband