Skin og skúrir fyrir vestan

 

Hér fyrir vestan er sumarið búið að skella á af fullum þunga. Frá því að um mánaðarmótin er búið að vera gott veður hér fyrir vestan, eftir vetrarlegan maí mánuð. Fjölskyldan fór um síðustu helgi í Álftafjörð með fellihýsið og stendur til að fara þessa helgi einnig eitthvað með fellihýsið.

 

En ekki alveg hægt að segja sama um atvinnuástandið og um veðrið hér fyrir vestan. Uppsagnirnar á Flateyri í maí ofan í aðrar uppsagnir hér vestra er mjög alvarlegt. Hvað er til ráða hjá ríkisstjórninni. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort hin nýja ríkisstjórn hafi einhverjar lausnir.

 

Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra núna í bili. Ætla að skella mér út í góða veðrið og njóta þess að vera í sumarfríi. Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband