Synt í Leirufirði, Drangajökull í baksýn

Bætt í albúm: 1.3.2007

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi.

Mátti til, þessi mynd "Synt í Leirufirði, Drangagjökull í baksýn" er alveg hreint frábær Gylfi.  Ég átta mig á því að þú getur ekki átt heiðurinn af þessari mynd þar sem þú ert syndandi í sjónum.... í stellingum barnshafandi konu.  Líklega á eiginkonan, Sóley Veturliðadóttir, þessa mynd.  Frábært !  Við hjónin eigum skemmtilegar mynningar frá ferð okkar frá Grunnavík að Hrafnfjarðareyri, fyrir nokkrum sumrum.  Þessi mynd minnir okkur á þá ferð.  Þá fengum við einmitt að gista í hjólhýsinu hjá Vedda heitnum (frábær vinur hann Veddi).  Við óðum síðan yfir Leirufjörðinn, alveg hreint helv.... kalt.  Það var þá sem konan mín stakk mig af, hreint fjúkandi ill út í mig að vera að hafa sig út í þennan fjanda, að vera kalt á fótunum í hálfa klukkustund í einu, sökkva í sandinn og geta ekkert að gert nema vaða yfir.  En svo jafnaði hún sig og þykir voða vænt um manninn sinn og jafnvel segir frægðarsögur af okkur þegar við fórum yfir Leirufjörðinn forðum daga.

Hlynur Snorrason (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband