Góð Kryddsíld

Kryddsíldin var óvenju góð núna um áramótin en þessi vinsæli þáttur hefur verið frekar bragðdaufur undanfarin áramót. Formenn flokkanna tóku sig ekki of alvarlega núna um áramótin en fóru samt út í skemmtilega pólitíska umræðu enda er Egill snillingur í því að fá viðmælendur til að tala um pólitík.

Það var agalegt fyrir okkur jafnaðarmenn að hlusta á það þegar Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J fóru að kíta um hver ætti að verða forsætiráðherra ef ,,kaffibandalagið” nær meirihluta eftir kosningarnar í vor. En það vantar meiri alvöru í þetta bandalag, mér finnst frambjóðendur Samfylkingarinnar vera að draga allt of mikið lappirnar í þeirri umræðu. Ég er sammála því sem Steingrímur J. sagði í þættinum og hefur sagt oft áður að flokkarnir í minnihlutanum á Alþingi eiga að ganga hreint til verks og fara norsku leiðina. Bjóða upp á raunhæfan valkost.

Brandari þáttarins var þegar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins neitaði því að það að kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn væri að kjósa tveir fyrir  einn. Jón hélt því fram að málefnin skyldu ráða. Fólkið í landinu sá nú hvernig gamli góði Villi og Björn Ingi féllust í faðma og tilkynntu samstarf í Reykjavík strax eftir kosningar og fóru svo að vinna að málefna samningi eftir blaðamannafundinn.

Einnig var ég ósáttur við vestfirðinginn Guðjón Arnar að hann skyldi ekki hafa svarað því betru er Sigmundur Ernir skaut á hann eitthvað á þá leið hvort að bandaríkjamönnum hafi ekki vegnað vel með alla sína innflytjendur er hann gagnrýndi innflytjenda umræðuna hjá Frjálslyndaflokknum. Ég held að Frjálslyndiflokkurinn vilji nú ekki að Ísland verði eitthvað ,,súpuþjóðfélag” eins og Bandaríkin hafa stundum verið kölluð undanfarin misseri.

Þessi gagnrýni á Frjálslyndaflokkinn í haust að hann sé með einhverja fordóma á sinni stefnuskrá er öfugsnúningur. Frjálslyndir hafa einungis verið að boða umræðu um innflytjendamál sem hefur sárlega vantað. Enda er mikið rætt um þann mikla fjölgun útlendinga á Íslandi á síðasta ári. Innflytjendamál eru alstaðar rædd á vinnustöðum, í pottunum og allstaðar sem fólk kemur saman.Eflaust fór Magnús Þór Hafsteinsson eitthvað yfir strykið í hita umræðunnar í haust í Silfri Egils. En mönnum getur orðið á. Í þeim þætti voru einu viðbrögð viðmælenda hans í þættinum þeirra Steinunnar Valdísar og Þórhildar Þorleifsdóttur að tala um rasisma hjá Magnúsi sem ekki var rétt, nema að litlu leiti í hita leiksins. Enda uppskáru þær eftir því í prófkjöri Samfylkingarinnar helgina á eftir. Þær hefðu í stað þess átt að fagna þessari umræðu um innflytjendamál.

 

Takk í bili, meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gerði nú tilraun til að skrifa í gestabókina hjá þér en það er víst þvílík gestaþraut og ekkert gekk. En hvað um það, prófa hér.

KV Sóley

Sóley Veturliða (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband