Fallinn með 4,9

Eftir lestur á skýrslu þeirra félaga Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar kemur ýmislegt í ljós að Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands, ráðherrar og starfsmenn ráðuneytanna fá falleinkunn hjá þeim félögum.

Það er með ólíkindum hvernig staðið var að eftirliti með fjármálastofnunum í landinu. Það vantaði allt eftirlit og svo eru Sjálfstæðismenn undrandi að krafa landsmanna sé að víkja mönnum frá störfum, Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera alveg veruleikafyrtur og berja hausnum við steininn með því m.a. að verja setu Davíðs Oddsonar í stóli seðlabankans.

Eins er stórum hluta þjóðarinnar ekki viðbjargandi að ætla sér að styðja áfram Sjálfstæðisflokkinn sem seldi (gaf) ríkisbankana til vel valinna vildar vina. Ekki má heldur gleyma sofanda hætti ráðherra Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem létu þetta viðgangast án þess að gera neitt róttækt til að stöðva þetta aðgerðarleysi sitjandi í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það virðist sem þessir þrír flokkar munu verða áfram stærstu flokkar þjóðarinnar eftir komandi kosningar, því ekkert bólar á nýjum framboðum.

Jóhanna Sigurðardóttir er að reyna að klóra í bakkann á þessum 80 dögum sem hún hefur til umráða til að bæta fyrir aðgerðarleysi Samfylkingarinnar með hjálp Vinstri grænna, en gengur ekki of vel með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar í að gera henni verkið erfitt.

Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti að skammast sín að vera búinn að koma þjóðinni þangað sem hún er nú stödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband