Þá er komið að því !

 Þá er komið að hestaferðinni frá Bæjum um Snæfjallaströnd um gömlu póstleiðina að Grunnavík og verður áð á Flæðareyrarhátíðinni. Við förum fjórir saman með 8 - 9 hesta. Tókum ,,generalprufu" í dag með því að fara frá hesthúsunum í Meirihlíð í Bolungarvík yfir í Skálavík.

Siggi Gummi hringdi í mig áður en ég lagði af stað út í Bolungarvík og spurði hvort ég vissi ekki um fjórða mann sem við gætum fengið með okkur í ,,genarlprufuna". Ýmis nöfn komu upp í kollinn á okkur en, allir í vinnu. Þ.á.m. datt okkur í hug Hlynur Snorrason vinnufélagi okkar. En þá kallið Halla Signý konan hans Sigga Gumma að Hlynur væri í göngu á Ströndum. Við lukum samtalinu með því að við færum bara þrír í prufuna, ef ég fyndi engan á leiðinni.

En er ég var á leið í gegnum miðbæ Ísafjarðar á ferð minni út í vík sá ég hvar Alma konan hans Hlyn ók framhjá mér. Þá datt mér í hug að hringja í Hlyn og athuga hvar hann væri staddur á kortinu. Jújú viti menn hann var bara heima  að gera ekkert sérstakt, svo ég fór og sótti hann.

Þar sannaðist það enn og aftur að það er ekkert að marka þessa framsóknarmenn, Hlynur var ekkert á Ströndunum.

Prufan gekk vel. Við komumst að því að best er fyrir okkur að teyma hestana ekki að láta þá ganga lausa eins og við höfðum áætlað. Eins komumst við að því að skilja annan hestinn sem við vorum búin að fá að láni hjá Vertinum í Víkinni.

Hlynur reyndist besti hestasveinn og kann lagið á hestunum. Helst viljum við hafa hann með okkur en hann er víst að fara á Strandir gangandi á sama tíma og við Siggi Gummi og félagar förum ríðandi.

Í lok dags fengum við Siggi Gummi þær fréttir að hestabíll er klár í ferðina. Einnig kom ég við á stöðinni og sá í netpóstinum mínum að ég fæ skiptivaktafrí til fararinnar en það var eitthvað tvísýnt, á mánudag hvort leyfi fengist.

Ég mun hitta Sóleyju og krakkana í Leirufirði á föstudag, en hún ætlar með bát á föstudaginn ásamt systrum sínum og móður.

Ég ætla að blogga um hestaferðina er heim kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Já það sannaðist að framsóknarminnið er brigðult. EN alla vegna er hann farinn núna á strandir. Það er samfylgingarsatt!!

Halla Signý Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En gaman, ég fór þessa leið fyrir mörgum árum, Gísli Hjartar var fararstjóri, við fórum reyndar lengra,  alla leið í Norðurfjöð, yfir á Hólmavík, Djúpið og upp úr Mjóafirðinum yfir Glámu og niður í Dýrafjörð.  Það var aldeilis skemmtileg ferð.   Góða skemmtun, fátt er eins frábært og að ferðast á íslenskum þýðum hesti um náttúruna okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband